Lestrarvinur - Flettispjaldaleikur (“flash cards”) með 100 algengustu íslensku orðunum
TL;DR: This will only be interesting for those who have young kids (1st/2nd grade roughly) learning to read in Icelandic, it’s a flash card game with the 100 most common Icelandic words. Thus the rest of this is in Icelandic.
TL;DR á íslensku: Leikurinn er hér 😃
Sonur minn hafði gaman af verkfæri sem skólinn hans notaði sem voru flettispjöld með algengustu ca. 100 íslensku orðunum, svo ég ákvað að búa til vefsíðu sem gerir það sama. Fyrsta útgáfan tók svona 10 mínútur með aðstoð gervigreindarinnar, áhugaverðir tímar sem við lifum, en svo tók reyndar við svona klukkutíma fínslípun áður en ég setti þetta í loftið.
Leikurinn birtir flettisjöld, það er páfagaukur sem hvetur barnið áfram á 10 orða fresti, og eftir 100, 200, 400, 800, 1000, 1500 og 2000 orð fær barnið mismunandi bikara (og svo er hægt að vinna þá alla aftur og aftur). Nánast allur texti er frá gervigreindinni og öll útlitshönnun og myndir og bikarar, en orðalistinn er sami og skóli sonar míns var að vinna með (í fjórum flokkum eftir erfiðleikastigi, þeir koma í röð gulur, blár, rauður og grænn listi en í brenglaðri röð innan hvers lista).
Ég útfærði þetta fyrst í Google AI Studio sem ég var að prófa og færði mig svo yfir í Claude Code sem ég er vanari að nota til að fínpússa kerfi og koma þeim í loftið og í hýsingu. Ég er að spá í að bæta við upptökufídus svo að foreldrar geti tekið upp hvatningarorðin og tekið líka upp orðin á orðalistanum svo hægt sé að spila þau þegar flettispjalið er klárað, en það kemur þá kannski seinna. Eins og er þá er best að nota kerfið með barninu alveg eins og maður myndi nota alvöru flettispjöld.
Ef einhver vill nýta sér þá er hægt að stofna aðgang (krefst ekki netfangs - bara búa til valfrjálst notandanafn og lykilorð) og byrja að spila á lestrarvinur.joisig.com, ég leyfi þessu að hanga uppi ef fleiri geta nýtt sér leikinn. Það væri gaman að heyra frá ykkur ef þið hafið gagn af!
Kóðinn er opinn hugbúnaður með MIT leyfi, þið finnið hann hér.